HÁRG2GB03(CH) - Hárgreiðsla og blástur 3
Grunnbraut
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: HÁRG2GB02BH
Þrep: 2
Forkröfur: HÁRG2GB02BH
Nemandinn kynnist hugmyndum, tækni og aðferðum á bak við uppbyggingu og formgerð greiðslna á síðu hári. Hann lærir að blanda saman margvíslegri tækni, með notkun á rúllum, bylgjum og ýmsum hitatækjum. Kenndar verða léttar greiðslur í mismunandi hárlengdir, unnið með hnúta, slaufur, pulsur og fléttur.
Kynnt verða ýmis tímabil og tískustraumar í hársögunni og kennt að útfæra greiðslur við mismunandi tækifæri með hjálp verklýsinga.
Nemandi vinnur bæði með æfingahöfuð og módel.
Þekkingarviðmið
- upprúlli miðað við fyrirhugaða útkomu, bæði á síðu og stuttu hári.
- mismunandi formi á bylgjugreiðslum.
- notkun bylgjugreiðu og klípa.
- mismunandi aðferðum við blástur.
- vali og notkun mótunarefna.
- notkun hitajárna.
Leikniviðmið
- velja og nota rúllur sem hæfa fyrirhugaðri útkomu og greiða hár á æfingahöfði og módeli samkvæmt fyrirfram ákveðnu formi.
- gera eigin verklýsingar og fara eftir þeim við hárgreiðslu.
- greiða blautbylgjur og setja í klípur.
- setja klípur í heilt höfuð með eða án skiptingar.
- greiða úr svo út komi bylgjur.
- blása og krulla samkvæmt kennslukerfi.
- beita grunntækni við gerð greiðslna.
- blása dömu- og herrahár eftir fyrirfram ákveðnu formi.
- blása stífan rúllublástur í fyrirfram ákveðið form.
Hæfnisviðmið
- gera skiptingar og upprúll miðað við fyrirhugaða útkomu.
- framkvæma einfaldar greiðslur með tilliti til forms, áferðar og heildarútlits.
- móta bylgjur í hár með blæstri, klípum og vatnsliðun.
- ná tökum á sígildu formi í dömu- og herrablæstri.
- framkvæma dömublástur eftir óskum viðskiptavinar.
- ráðleggja viðskiptavini um val á blæstri við hæfi.