Fara í efni

HÁRG2FB03(DH) - Hárgreiðsla 1

Hárgreiðsla

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: HÁRG2GB03CH
Nemandi þjálfast í að hanna og útfæra hárgreiðslur miðað við mismunandi hárlengdir sem hæfa viðskiptavini við ýmis tækifæri, bæði dag- og kvöldgreiðslur með hjálp verklýsinga , hitajárna og mótunarvara. Nemandinn kynnist mismunandi tímabilum í sögu hárgreiðslu og lærir að útfæra greiðslur eftir ljósmyndum auk þess sem samfélagsmiðlar eru notaðir til hugmyndarvinnu. Verkefnin unnin á æfingarhöfuð og módel.

Þekkingarviðmið

  • ýmsu upprúlli og úrgreiðslum miðað við fyrirhugaða útkomu.
  • mismunandi stíl og stílbrigðum á hárgreiðslum.
  • áhöldum og efnum sem notuð eru við hárgreiðslur.

Leikniviðmið

  • útfæra greiðslur í mismunandi hárlengdir.
  • móta hár með rúllum, járnum, nálum og klípum.
  • nota viðeigandi hárskraut.
  • útfæra mismunandi bylgju- og tímabilagreiðslur.
  • móta blautbylgjur í mismunandi útfærslum.
  • nota samfélagsmiðla til hugmyndarvinnu og kynninga.
  • vinna samkvæmt verklýsingu.

Hæfnisviðmið

  • útfæra ólíkar greiðslur fyrir mismunandi hárgerðir og –lengdir.
  • nota verklýsingar sem hjálpartæki í hárgreiðslu.
  • kynna hugmyndir sínar á ýmsa vegu
  • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?