HÁRG3FB04(EH) - Hárgreiðsla 2
Hárgreiðsla
Einingafjöldi: 4
Þrep: 3
Forkröfur: HÁRG2FB03DH
Þrep: 3
Forkröfur: HÁRG2FB03DH
Nemandi nýtir sér áunna færni frá fyrri stigum námsins til að efla fagmennsku og sjálfstæð vinnubrögð í mótun á blautbylgjum og mismunandi upprúlli með klípum ásamt úrgreiðslu. Ennfremur öðlast hann frekari færni og sjálfstæði í daggreiðslu, brúðargreiðslu og sölulegum samkvæmisgreiðslum. Leitast er við að efla listrænan skilning á handverkinu sem nýtist nemandanum við hinar ýmsu aðstæður. Nemandinn þjálfast í að leysa ólík verkefni sem lögð eru fyrir hann.
Þekkingarviðmið
- mismunandi upprúlli og úrgreiðslum miðað við fyrirhugaða útkomu.
- mismunandi stíl og stílbrigðum á hárgreiðslum.
- áhöldum og efnum sem notuð eru við hárgreiðslur.
- mismunandi úfærslum á tískugreiðslum í stuttu og síðu hári.
Leikniviðmið
- útfæra greiðslur í mismunandi hárgerðir og hárlengdir.
- hanna og greiða mismunandi, sölulegar greiðslur.
- gera ólíkar útfærslur af bylgjum og tímabilagreiðslum.
- velja og beita viðeigandi efnum og áhöldum sem þarf til að ná þeirri útkomu sem krafist er.
Hæfnisviðmið
- beita mismunandi aðferðum við hönnun, undirbúning og úrgreiðslu hárs.
- finna lausnir til að ná fram þeirri útkomu sem óskað er.
- leiðbeina viðskiptavinum um persónulegt val á greiðslu við ólík tækifæri.
- geta unnið sjálfstætt og innan ákveðins tíma.
- geta lýst og kynnt verk sín í máli og myndum.
- ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.