HLIT1GB01(AH) - Hárlitun 1
Grunnbraut
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Þrep: 1
Nemandinn lærir um lögmál litanna og einkenni þeirra og fræðist um helstu áhöld og efni sem notuð eru til hárlitunar. Farið er í litafræði og kennt að lesa á liti. Kennd eru grunnatriði á íburði litar s.s. litur í rót, heillitur og strípur og gerð litaverklýsinga.
Lögð er áhersla á mikilvægi smitvarna og helstu öryggisþátta.
Unnið er með hártoppa og æfingahöfuð.
Þekkingarviðmið
- ýmsum hugtökum sem tengjast litafræði og litun.
- litaspjöldum og notkun þeirra.
- grunnlitum og blöndunarlitum.
- notkun og umhirðu áhalda sem notuð eru við hárlitun.
- gerð litaverklýsinga og tilgangi þeirra.
- helstu smitleiðum og öryggisþáttum.
Leikniviðmið
- greina náttúrulit viðskiptavinar út frá litaspjaldi.
- blanda hárlit samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
- lesa og skilja litaspjöld.
- þekkja tóna í háralit.
- gera litaverklýsingar.
Hæfnisviðmið
- velja mismunandi gerðir lita eftir litaspjöldum.
- bera lit í rót og heillita hár.
- gera einfaldar strípur.