HHER2FB03(AH) - Herraklipping 1
Herraklipping
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: HKLI2GB03CH
Þrep: 2
Forkröfur: HKLI2GB03CH
Nemandinn fær þjálfun í herraklippingum á æfingarhöfði og módeli. Lögð er áhersla á form-, tísku- og snöggar herraklippingar og notkun hármótunarefna. Unnið er með klippivélum með mismunandi kömbum, þjálfuð færni í að eyða út hnakkalínu með greiðu og skærum og farið í þynningu með skærum og hníf. Verkefnin eru unnin á æfingahöfði og módelum.
Þekkingarviðmið
- ýmsum hugtökum sem tengjast klippingum.
- mismunandi formum í herraklippingum.
- notkun hármótunarvara.
Leikniviðmið
- klippa snöggt með vél og skærum.
- þynna hár með hníf og þynningarskærum.
- klippa formklippingu á æfingarhöfði og módeli út frá verklýsingu.
- klippa herraklippingu (enskt form) samkvæmt verklýsingu á æfingahöfði og módeli.
- klippa módel samkvæmt óskum þess og gera verklýsingu fyrir verkið.
Hæfnisviðmið
- beita greiðum, skærum, þynningarskærum, hnífum og klippivél með skiptanlegum kömbum.
- klippa módel samkvæmt óskum þess.
- klippa snögga herraklippingu sem þynnist niður í hnakka.
- klippa formklippingu.
- vinna út frá verklýsingu.
- ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.