HHER3FB03(BH) - Herraklipping 2
Herraklipping
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: HHER2FB03AH
Þrep: 3
Forkröfur: HHER2FB03AH
Nemandinn samþættir kunnáttu og færni frá fyrri stigum námsins. Hann eflir fagmennsku og sjálfstæði í vinnubrögðum við herraklippingar þannig að útkoman hæfi viðskiptavini hverju sinni. Einnig lærir hann að ráðleggja um val á mótunarvörum við hæfi. Efld er þekking á verklýsingum og að vinna eftir verklýsingum annarra.
Verkefnin eru unnin á módelum.
Þekkingarviðmið
- mismunandi tískulínum og útfærslum þeirra.
- hinum ýmsu vörum sem notaðar eru til hármótunar og frágangs.
Leikniviðmið
- klippa herraklippingu/tískulínur á módeli út frá eigin verklýsingu.
- klippa módel samkvæmt óskum þess og gera verklýsingu fyrir verkið.
- vinna eftir verklýsingum annarra.
Hæfnisviðmið
- beita greiðum, skærum, þynningarskærum, hnífum og klippivél með skiptanlegum kömbum.
- ráðleggja um form á klippingum með hliðsjón af líffræðilegum þáttum.
- beita fjölbreyttum aðferðum og tækni við klippingu og þynningu.
- vinna eftir verklýsingu.
- ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.