Fara í efni

IÐNF1GB04(AH) - Iðnfræði háriðna 1

Grunnbraut

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Fjallað er um mannleg samskipti, þjónustulund, persónulegt hreinlæti, stöður og vinnustellingar. Nemandinn fræðist um pH-gildi hárs og húðar auk þess að læra að þekkja uppbyggingu hárs, eiginleika þess og efnafræði hársnyrtivara. Nemendur fræðast um hárgerðir, uppbyggingu og vaxtarferli hársins. Kenndir grunnþættir þess kennslukerfis sem notað er við kennslu verklegra þátta. Notkun og beiting hinna ýmsu klippiáhalda. Nemandinn fær innsýn í mikilvægi persónulegrar og fagmannlegrar þjónustu við viðskiptavini. Nemandinn fræðist um sjálfbærni og umhverfisvænar leiðir í hársnyrtiiðn. Lög um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti eru kynnt. Fjallað er m.a. um vinnustaðinn, hávaðamengun, andrúmsloftið, hita, raka, lýsingu og meðferð hættulegra efna. Einnig er fjallað um andlega vellíðan, atvinnusjúkdóma, helstu orsakir vinnuslysa og brunavarnir.

Þekkingarviðmið

  • pH-kvarðanum.
  • uppbyggingu hárs og eiginleikum þess.
  • helstu þáttum kennslukerfisins.
  • helstu fagorðum hársnyrtingar á ensku.
  • almennum umgengnisreglum og þjónustulund.
  • mikilvægi réttrar líkamsbeitingar.
  • öryggis- og varúðarráðstöfunum varðandi vinnu sína.
  • vistvænum leiðum í hársnyrtingu.

Leikniviðmið

  • greina mun á súrum og basískum vörum.
  • eiga grunnsamskipti við viðskiptavini t.d. í móttöku og símavörslu.
  • skilgreina grunnform í klippingu.

Hæfnisviðmið

  • efla mannleg samskipti og þjónustuhæfni.
  • bæta líkamsvitund sína.
  • skilgreina pH gildi og átta sig á áhrifum súrra og basískra lausna á hár og húð.
  • skilgreina grunnform í klippingu.
  • beita helstu fagorðum hársnyrtingar á ensku.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?