Fara í efni

IÐNF2GB04(CH) - Iðnfræði háriðna 3

Grunnbraut

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: IÐNF2GB04BH
Í áfanganum er farið í sögu hársins, þróun hártískunnar gegnum tíðina og hvað einkennir stílbrigði ólíkra tímabila og auk þess er þróun fagsins á Íslandi skoðuð. Fræðst er um þjónustugæði, markaðsmál og siðferðileg álitamál sem snerta störf fagfólks í hársnyrtifaginu. Nemendur auka skilning sinn á mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á að nemendur skilji hve fagmannleg framkoma og góð þjónusta eru mikilvægir þættir í starfi hársnyrta. Nemendur læra um vörusölu /smásölu á vinnustað og mikilvægi hennar. Stílmótun er skoðuð, nemendur læra að þekkja helstu andlitsgerðir og líkamsbyggingu auk þess að hanna og aðlaga klippingar og greiðslur að viðskiptavininum.

Þekkingarviðmið

  • helstu tímabilum í sögu hártískunnar og megineinkennum þeirra.
  • meginreglum í þjónustu.
  • mikilvægi góðrar samskiptatækni.

Leikniviðmið

  • afla sér upplýsinga og kynna einkennandi hártísku ólíkra tímabila í sögunni.
  • skilgreina og veita góða þjónustu.

Hæfnisviðmið

  • setja fram greinargóða kynningu á ákveðnu tímabili í hársögunni.
  • geta gert eigin þjónustustefnu og skilið mikilvægi siðareglna.
  • geta ráðlagt og þjónustað viðskiptavin við vöruval.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?