Fara í efni

ITEI2GB05(BH) - Iðnteikning háriðna 2

Grunnbraut

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ITEI1GB05AH
Nemandi nýtir sér áunna þekkingu í teikningu, lita- og formfræði í þrívíddarsköpun með mismunandi efnum og aðferðum á gínuhaus. Kynntar mismunandi uppsetningar á stemningsmyndum (moodboard) til glöggvunar á stíl og tíðaranda. Þjálfuð hugmyndavinna og framsetning á útfærslu fyrir eigin hársnyrtistofu, umhverfi hennar, vörur og þjónustu. Kynnt mismunandi forrit og aðferðir í stafrænni myndvinnslu. Áhersla lögð á að nemandi kynni og verji verkefni sem hann vinnur í áfanganum.

Þekkingarviðmið

  • formsköpun í þrívídd á höfði gínuhauss.
  • stemningsmyndum (moodboard) til skýringar á hugmyndavinnu.
  • þróunar- og hugmyndavinnu sem og skipulagningu við að stofnsetja eigin stofu.
  • mismunandi forritum í stafrænni myndvinnslu.
  • mikilvægi þess að kynna og svara fyrir eigin verk og hugmyndir.

Leikniviðmið

  • sýna og skapa formhönnun í þrívídd.
  • setja saman skýrar táknrænar myndir af eigin hugmyndavinnu.
  • tengja saman hugmyndaferli að eigin stofu frá upphafi til endanlegrar niðurstöðu.
  • velja rétt forrit til að ná fram sem bestum eiginleikum í stafrænni myndvinnslu á hverjum tíma.
  • leggja fram, kynna og verja eigin verkefni.

Hæfnisviðmið

  • nota mismunandi aðferðir til að skapa og hanna ýmsar þrívíddar útgáfur sköpunar á gínuhaus.
  • sýna og kynna hugmynd að eigin stofu og þeim þáttum sem tengjast henni.
  • taka eigin myndir (eða annarra) og breyta þeim sem best má vera og nýta þær til kynningar á fjölbreyttan hátt.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?