HPEM1GB02(AH) - Permanent 1
Grunnbraut
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Þrep: 1
Nemandi kynnist grunnatriðum permanents og fær þjálfun í að gera skiptingar og rúlla upp nokkrum gerðum upprúlls. Farið er í smitvarnir og öryggisatriði.
Kennd eru grunnatriði hárþvottar og næringarnudds. Einnig eru nemendum kynntar verklýsingar fyrir permanent og þeir fá grunnþjálfun í gerð þeirra og að fara eftir þeim.
Notast er við æfingahöfuð við verklega þjálfun.
Þekkingarviðmið
- grunnskiptingum fyrir permanentupprúll.
- mismunandi spólustærðum og gerðum.
Leikniviðmið
- gera grunnskiptingar fyrir upprúll.
- gera upprúll á heilt höfuð.
- búa til verklýsingar fyrir permanent.
Hæfnisviðmið
- halda á greiðu á sama tíma og rúllað er upp.
- að nota endapappír rétt.
- ná jafnri spennu á hári frá rót að enda.
- taka skiptingar í samræmi við spólustærð og fyrirhugaða útkomu.