Fara í efni

HPEM2GB02(BH) - Permanent 2

Grunnbraut

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: HPEM1GB02AH
Nemandi fær frekari þjálfun í gerð verklýsinga og öðlast aukna leikni í upprúlli á permanenti með ólíkum spólugerðum. Gerðar eru auknar kröfur varðandi hraða og vandvirkni. Farið er í ýmis permanentefni og vinnuaðferðir og kennd greining hárs. Unnið áfram með hárþvott og mismunandi tegundir næringarnudds. Notast er við æfingahöfuð við verklega þjálfun.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi tegundum permanentefna og notkun þeirra.
  • gerð verklýsinga í permanenti.
  • mismunandi tegundum höfuðnudds.

Leikniviðmið

  • framkvæma mismunandi upprúll fyrir permanent með tilliti til útkomu.
  • velja og nota ýmsar spólugerðir með tilliti til útkomu.
  • gera spjaldskrár og verklýsingar.
  • framkvæma hárþvott og höfuðnudd.

Hæfnisviðmið

  • meðhöndla hárið á viðeigandi hátt fyrir og eftir meðferð.
  • rúlla upp a.m.k. þremur tegundum mismunandi permanents.
  • nota verklýsingar sem fyrirmynd verks.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?