Fara í efni

HPEM3FB02(FH) - Permanent 6

Verklegt permanent

Einingafjöldi: 2
Þrep: 3
Forkröfur: HPEM3FB02EH
Nemandi nýtir sér áunna færni frá fyrri stigum námsins til að efla fagmennsku og sjálfstæð vinnubrögð við framkvæmd permanents. Hann horfir til líffræðilegra þátta einstaklingsins og tilætlaðrar útkomu við val á efni og upprúlli. Hann öðlast sjálfstæði í að gefa ráð og lýsa þeim möguleikum sem í boði eru og að útfæra permanent sem hentar viðskiptavini samkvæmt þeim tíðaranda sem ráðandi er. Ennfremur fær hann frekari þjálfun í gerð verklýsinga og spjaldskrár. Unnið er með módel.

Þekkingarviðmið

  • að útfæra permanent samkvæmt verklýsingu og óskum viðskiptavina.
  • greiningu hárs og vali á viðeigandi efni samkvæmt því.
  • ólíkum gerðum permanentefna.
  • vali á spólugerð.

Leikniviðmið

  • velja efni og spólugerð miðað við hárgerð og fyrirhugaða útkomu.
  • setja permanent í hár innan ákveðinna tímamarka.
  • að beita permanentliðun til að ná fram þeirri útkomu sem óskað er eftir og er möguleg hverju sinni.

Hæfnisviðmið

  • sjá út og framkvæma þá útkomu sem hæfir viðkomandi viðskiptavini.
  • velja efni og spólugerð miðað við hárgerð og fyrirhugaða útkomu.
  • framkvæma permanentliðun á fjölbreytta vegu.
  • gera nákvæma verklýsingu og spjaldskrá.
  • ráðleggja viðskiptavini um hármeðferð með tilliti til hárgerðar og líffræðilegra þátta auk þess að gefa ráð um eftirmeðhöndlun.
  • geta unnið sjálfstætt og innan ákveðinna tímamarka.
  • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?