HRAK2FB01(AH) - Skeggklipping og rakstur 1
Skeggklipping og rakstur
Einingafjöldi: 1
Þrep: 2
Forkröfur: HHER2FB03AH
Þrep: 2
Forkröfur: HHER2FB03AH
Nemandinn fær þjálfun í skeggsnyrtingu og rakstri. Hann lærir að klippa skegg með skærum og klippivélum, raka útlínur kringum skegg, nota viðeigandi vörur og gera verklýsingar. Áhersla er lögð á þekkingu á öryggi, hreinlæti, sótthreinsun og smitvörnum við notkun hnífs við rakstur. Nemandi lærir að beita heitum og köldum bökstrum við rakstur og þekkja hvaða skeggform hæfir hverju andlitsfalli.
Þekkingarviðmið
- mismunandi tískulínum fyrir skegg og útfærslur á þeim.
- mismunandi skeggformum og rakstursbrautum.
- mismunandi mótunarefnum í skegg.
- hinum ýmsu vörum sem notaðar eru við rakstur.
- smitvörnum og öryggi við rakstur.
Leikniviðmið
- klippa skegg í mismunandi form og raka í kringum það með rakhníf.
- gera verklýsingar og vinna eftir þeim.
- beita heitum og köldum bökstrum við rakstur.
Hæfnisviðmið
- beita greiðum, skærum, þynningarskærum, hnífum og klippivél með skiptanlegum kömbum við skeggsnyrtingu.
- ráðleggja um form og lengd á skeggi með hliðsjón af líffræðilegum þáttum.
- beita fjölbreyttum aðferðum og tækni við skeggklippingu og rakstur.
- ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.