Fara í efni

HRAK3FB01(BH) - Skeggklipping og rakstur 2

Skeggklipping og rakstur

Einingafjöldi: 1
Þrep: 3
Forkröfur: HRAK2FB1AH
Nemandi nýtir sér áunna færni frá fyrri stigum námsins til að efla fagmennsku og sjálfstæð vinnubrögð við skeggklippingu og heilrakstur. Hann þekkir til þeirra tískustrauma sem eru ráðandi hverju sinni og beitir af leikni verkfærum og aðferðum til að ná fram útkomu sem hæfir hverjum viðskiptavini. Hann ráðleggur um val á skeggformi með tilliti til óska og möguleika, hannar sínar eigin skegglínur og lýsir þeim í máli og myndum.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi samsetningu forma og aðferðum við verklýsingar.
  • mismunandi skeggformum og rakstursbrautum.
  • hvað hæfir hverjum með tilliti til útlits og líffræðilegra þátta.

Leikniviðmið

  • meta óskir viðskiptavinar og ráðleggja út frá þeim.
  • klippa skegg í mismunandi form og raka í kringum það með rakhníf.
  • gera verklýsingar fyrir skegg.
  • umgangast og hirða áhöld sín og vinnusvæði.
  • velja og nota þau efni sem hæfa hverju sinni.

Hæfnisviðmið

  • ráðleggja um form á skeggi sem hæfa viðskiptavini og vinna sjálfstætt við útfærslu þeirra.
  • geta framkvæmt skeggsnyrtingu út frá verklýsingu.
  • beita fjölbreyttum aðferðum og tækni við skeggklippingu og rakstur.
  • klippa og raka innan gefinna tímamarka.
  • hanna nýjar skegglínur, framkvæma þær og lýsa fyrir öðrum.
  • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?