Fara í efni

VINS3FB06(DH) - Vinnustaðanám háriðna 4

Vinnustaðanám háriðna

Einingafjöldi: 6
Þrep: 3
Forkröfur: VINS3FB06CH
Nemandinn þjálfast í að taka sjálfstæðar faglegar ákvarðanir við dagleg störf á vinnustað, lærir að takast á við og mæta ólíkum þörfum viðskiptavina. Fær aukna leikni í að tala við og ráðleggja viðskiptavinum út frá ólíkum líffræðilegum þáttum. Þjálfast í að vinna sjálfstætt og undir tímapressu og lærir að takast á við óvæntar uppákomur. Öðlast góða þekkingu á hársnyrtivörum og reynslu í vörusölu og ráðleggingu til viðskiptavina. Tekur tillit til ólíkra menningaþátta viðskiptavina og lærir á vinnustaðamenninguna.

Þekkingarviðmið

  • ólíkum möguleikum og þörfum viðskiptavina.
  • faglegri framkomu.
  • mismunandi þáttum vörusölu.

Leikniviðmið

  • að vinna sjálfstætt við almenn störf á hársnyristofu.
  • að ráðleggja viðskiptavini út frá líffræðilegum þáttum.
  • samskiptum við samstarfsfólk.
  • samskiptum við viðskiptavini.

Hæfnisviðmið

  • takast á við dagleg verkefni á vinnustaðnum.
  • taka faglega á móti viðskiptavinum í síma og á staðnum.
  • beita sköpun, hraða og góðri verktækni við vinnu sína.
  • geta veitt faglegar ráðleggingar við hverskonar hársnyrtingu.
  • geta unnið sjálfstætt við úrlausn verkefna og einnig sem partur af teymi.
  • geta haldið skipulagi og tímaáætlun.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?