Fara í efni

IÐNT2AC05(AV) - Teiknifræði málmiðna

AutoCad, málsetningaraðferðir, smíða- og lagnateikningar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Nemendur eiga að öðlast þjálfun í lestri og gerð fagteikninga samkvæmt gildandi stöðlum og reglum um véla- og málmsmíðateikningar. Nemendur fá undirstöðufærni í að lesa og vinna eftir teikningum á vinnustað. Þeir geta teiknað og útfært smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni. Teiknað samkvæmt stöðlum sem notaðir eru við almennar véla- og smíðateikningar: Lærð er grunnvinna með hornréttar fallmyndir, mælikvarða, strikagerðir, smiðsmiðaðar reglur um málsetningu , snið og skástrikun, skrúfugang og samsetningaeiningar, hrýfismerki, málvik, og suðutákn. Meðhöndlun teikninga, merkingar og vistun. Grundvallarreglur um gerð útflatningsteikninga. Unnið er í tölvum og grunnþekking þjálfuð í AutoCad.

Þekkingarviðmið

  • lestri og gerð fagteikninga samkvæmt gildandi stöðlum og reglum um véla- og málmsmíðateikningar
  • gerð teikninga og útfærslu smíða- og lagnateikninga fyrir einstök verkefni
  • gerð teikninga samkvæmt stöðlum sem notaðir eru við almennar véla- og smíðateikningar
  • grunnvinnu með hornréttar fallmyndir, mælikvarða, strikagerðir, smiðsmiðaðar reglur um málsetningu, snið og skástrikun, skrúfugang og samsetningaeiningar, hrýfismerki, málvik, og suðutákn
  • meðhöndlun teikninga, merkingar og vistun
  • grundvallarreglum um gerð útflatningsteikninga
  • AutoCad og notkun þess

Leikniviðmið

  • lesa og teikna almennar teikningar sem gerðar eru eftir gildandi stöðlum
  • teikna stöðluð form fyrir staðlaða íhluti (legur, pakkningar, tannhjól o.s.frv.)
  • teikna útflatninga af nokkrum þrívíðum formum, m.a. Breytistykkjum úr sívölum í rétthyrnt

Hæfnisviðmið

  • velja stærð teiknipappírs, staðsetja teikningu, ákvarða hæfilegan mælikvarða og uppsetningu
  • setja inn nauðsynleg snið og málsetja teikningu svo hún sé nothæf til að smíða eftir
  • nýta upplýsingar frá framleiðendum til að teikna stöðluð form fyrir staðlaða íhluti (legur, pakkningar, tannhjól o.s.frv.)
  • nýta teikningar til að gera efnis- og tækjalista
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?