HLGS3MS04 - MAG - suða á stáli
8-12 mm efnisþykkt, MAG suða, stál
Einingafjöldi: 4
Þrep: 3
Forkröfur: HLGS2SF04
Þrep: 3
Forkröfur: HLGS2SF04
Í áfanganum læra nemendur að undirbúa og sjóða MAG-suðu á stáli á eigin spýtur þar sem notaðir eru gegnheilir og duftfylltir vírar. Þeir skulu geta soðið efnisþykktir 8 – 12 mm í stál, samkvæmt gæðaflokki C (ÍST EN 25817) í plötu í opinni V-rauf, gegnumsoðið frá annari hlið í suðustöðum PA, PC og PF, soðið rör í láréttri og lóðréttri stöðu og PD-FW. Nemendur læra að sjóða eftir suðuferilslýsingum og öðlast þekkingu á afköstum og hagkvæmni mismunandi suðuvíra og aðferða. Nemendur fá einnig þjálfun í að skipuleggja suðuverkefni m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi.
Þekkingarviðmið
- suðuferilslýsingum og gildi þeirra
- áhrifum mismunandi skögunar vírs á straumstyrk, afköst og innbræðslu
- eiginleikum úðaboga- og stuttbogasuðu
- gastegundum og gasblöndum sem notaðar eru við suðu á stáli
- hlutverki hlífðargassins og stillingum þess
- hlutverki duftsins í duftfylltum vírum
- helstu gerðum af suðuraufum og notkun bakleggs
- eiginleikum, flokkun og meðferð duftfylltra víra
- mismunandi nýtingu málmfylltra víra, sjálfhlífandi víra, basískra víra og rútilvíra
- helstu suðugöllum, sérstaklega þeim sem algengir eru í þykkum efnum
- helstu hættum og varúðarráðstöfunum vegna geislunar, hita, ósonmyndunar, reyks, ásamt eldfimum efnum, hlífðarfatnaði og hlífum
Leikniviðmið
- stilla suðutækin þ.e. straum, vírhraða, spennu og straumdempun (viðnám), þannig að hæfi efnisþykkt og suðurauf
- sjóða í suðustöðum PA-BW, PA-FW, PB-FW, PF-BW, PF-FW, PC-BW og PD-FW
- sjóða lárétta kverksuðu FW - PB , PD og lárétta stúfsuðu Y-rauf BW - PA með bakleggi 8-12mm
- TIG sjóða botnstreng í suðustöðu PC og PF og MAG sjóða síðan yfirsuðu í suðustöðu PC og PF
- undirbúa efnisrör fyrir suðu
- gegnumsjóða 12 mm stálplötu öðru megin frá í PC- og PF-stöðu
- sjóða eftir suðuferilslýsingum
Hæfnisviðmið
- stilla gasflæði og velja gashulsu
- meta algengustu suðugalla og orsakir þeirra
- mæla og skrá viðeigandi upplýsingar varðandi suðuverkefnið s.s. forhitunarstig, raufarstærð og aðrar upplýsingar fyrir suðuferlislýsingar
- velja vír m.t.t. efnis og suðuraufar
- sinna viðhaldi á fylgibúnaði suðuvéla
- greina helstu hættur, gera varúðarráðstafanir og nota viðeigandi öryggisbúnað