LOGS2PR03 - Suðubúnaður og aðferðir
logskurður, plötur, rör
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: LOGS1PS03
Þrep: 2
Forkröfur: LOGS1PS03
Í áfanganum læra nemendur að ná tökum á að sjóða frá- og mótsuðu í bæði
plötur og rör í suðustöðunum PA-BW, PC-BW og PF-BW með suðugæðum C
samkvæmt ÍST EN 25817. Þeir eiga að geta valið rétta raufargerð, rétta spíssastærð
og stillt vinnuþrýsting m.t.t. efnisþykktar. Þeir tileinka sér færni í logskurði og
þekkingu á plasmaskurði og leiserskurði.
Þekkingarviðmið
- bakslagsöryggisbúnaði, aðalhlutum hans og virkni
- suðubrennara, lágþrýstibrennara / háþrýstibrennara
- raufargerðum fyrir frá- og mótsuðu þegar efnisþykkt er >3mm
- áhöldum og aðferðum við að stilla upp og hefta saman plötur og rör
- suðugöllum við logsuðu, orsökum þeirra og hugsanlegum úrbótum
- suðuvírum til logsuðu
- meðferð og notkun logskurðartækja og skurðarvéla
- göllum sem geta komið við logskurð og hugsanlegar úrbætur á þeim
- meðferð og notkun plasma- og leiserskurðarvéla
Leikniviðmið
- sjóða rör og plötur í stöðunum PA-BW, PC-BW, PF-BW með frásuðu í gæðaflokk C samkvæmt ÍST EN 25817
- sjóða rör og plötur í stöðunum PA-BW, PC-BW, PF-BW með mótsuðu í gæðaflokk C samkvæmt ÍST EN 25817
- logskera með logskurðartækjum og skurðarvél bæði fas og beinan skurð
- skera plötur og rör með plasmaskurðarvél; stál, ryðfrítt stál, ál og eir
Hæfnisviðmið
- velja suðuspíssa m.t.t. efnisþykktar
- velja raufargerð m.t.t. efnisþykktar
- útbúa fas á rör og skeyta saman rörum
- stilla vinnsluþrýsting m.t.t. efnisþykktar