STÆF2IM05(AV) - Iðnreikningur stálsmiða
iðnreikningur, málmiðnaður
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Að hafa lokið stærðfræði í grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans.
Þrep: 2
Forkröfur: Að hafa lokið stærðfræði í grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans.
Í áfanganum er lagður grunnur að hagnýtri beitingu eðlisfræðilegra og stærðfræðilegra lögmála í málmiðnaði, með hliðsjón af þekkingu nemendans á efnisfræði, suðuaðferðum, samsetningum og eiginleikum efna. Nemandinn leitar lausna á viðfangsefnum sem upp koma með útreikningum sem tengjast flatarmálsfræði, hlutfallareikningi, efnisnýtingu og fleira. Unnið er með einingar SI kerfisins og ýmsar stærðfræði formúlur sem tengjast greininni. Fjallað um hugtök eins og t.d.: skerhraða, drifhlultföll, þenslu, rúmtak, þrýsting og spennu.
Þekkingarviðmið
- helstu hugtökum og SI einingum sem snerta á viðfangsefnum greinarinnar
- reikniaðferðum sem beitt er í útreikningum flatar-, rúmmáls- og massareiknga
- reikniaðferðum sem beitt er í útreikningum hlutfallareiknings og veldisreikninga
- helstu mælieiningum sem notaðar eru í greininni
- helstu afleiðingum af reikningsskekkjum
Leikniviðmið
- reikna rúmmál, massa og flatarmál
- reikna út efnismagn og nýtni út frá gefnum forsendum
- reikna hlutföll, skerhraða, þenslu og samdrátt
- reikna sig á milli einingakerfa (mála og voga)
Hæfnisviðmið
- nýta formúlur og lögmál til lausnaleitar
- stýra verki af öryggi frá efnisrekka til afhendingar
- afla sér upplýsinga um eiginleika efna og tækja og lesa úr þeim