AVVI1VB05 - Tilgangur og virkni vélarhluta brunahreyfla
Helstu vélarhlutir brunahreyfla
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Fjallað er um helstu vélarhluta brunahreyfla, tilgang þeirra og virkni. Helstu kerfi tengd brunahreyflum eins og eldsneytiskerfi, kælikerfi, smurolíukerfi, rafkerfi og rafgeyma eru kynnt og fá nemendur tækifæri til þess að vinna við þá hreyfla sem fjallað er um. Nemendur kynnast aðferðum til að meta afköst og nýtingu aflvéla og þekkja forsendur fyrir góðri endingu þeirra. Nemendur öðlast yfirsýn yfir búnað til að færa afl frá hreyflum, s.s. gírkassa, gíra, drif og stýrisvélar. Kennslan er einstaklingsmiðuð og eru öryggismál veigamikill þáttur námsins.
Þekkingarviðmið
- öryggisatriðum við vélavinnu
- mismunandi einingum brunahreyfla og hlutverki þeirra
- verkfærum sem notuð eru við vélavinnu
- mælitækjum sem notuð eru við mælingar á vélahlutum og vinnslustykkjum
- hættum sem stafa af spilliefnum og reglum sem tengjast meðferð þeirra
- hættum sem tengjast útblæstri brunahreyfla
- vinnuhring brunahreyfla
- vélfræðilegum hugtökum, t.d. þjappþrýstingi
- helstu kerfum, s.s. smurkerfi, kælikerfi, eldsneytiskerfi, útblásturskerfi
- aflrásinni og hlutverki drifbúnaðar og gíra
Leikniviðmið
- beita mælitækjum með mælinákvæmni innan 0,1 mm vikmarka
- mæla skrúfur og skrá tegund og stærð
- taka í sundur vélahluta t.d. drif, stýrisvél, strokklok og setja saman aftur
- skoða handbækur og finna upplýsingar
- greina kerfi brunahreyfla og tilgang þeirra
- leysa verkefni eins og þjöppumælingu, ventlastillingu og stillingu eldsneytisloka
- gangsetja brunahreyfil
Hæfnisviðmið
- gæta ávallt fyllsta öryggis þegar unnið er við brunahreyfla sem metið er með verklegum æfingum
- útskýra vélfræðileg hugtök eins og þjapprými, þjappþrýsting, vinnuþrýsting, nýtni, ventlabil, þrýsting á eldsneytisloka. Þetta er metið með prófum og verkefnavinnu
- vinna að uppsetningu, stillingu og viðhaldi brunahreyfla sem metið er með verkefnum og skýrslum