Fara í efni

BRAF3RS05 - Rafsegulfræði

rafmagn, rafsegulfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: BRAF2MR05
Farið er yfir grunnreglu rafsegulfræða. Kynnt er hægrihandarregla (rafalaregla) um stefnu straums þegar leiðari hreyfist í segulsviði og vinstrihandarregla (rafhreyflaregla) um stefnu krafts á straumfara leiðara í segulsviði. Gerðar tilraunir og æfingar með rafsegulbúnað, segulspólur, rafala og rafhreyfla á æfingarhlutum. Upprifjun í notkun fjölsviðsmæla. Skoðaðir rafbúnaðarhlutir sem vinna með segulkrafti svo sem smærri rafhreyfla, rafaflliða, rafhreyfa og orkunotkun þeirra. Farið yfir aðferðir til að prófa og meta ástand rafgeyma, hleðslu rafgeyma og meðferð þeirra. Áhersla á meðferð mæli- og prófunartækja og hættur samfara umgengni um rafbúnað.

Þekkingarviðmið

  • samhengi rafmagns og segulsviðs
  • helstu gerðum rafhreyfla, rafala og segulvirkra íhluta í rafbúnaði ökutækja
  • virkni ræsis og ræsibúnað í ökutækjum
  • muninum á helstu gerðir rafhreyfla í ökutækjum

Leikniviðmið

  • nota mæli- og prófunartæki, þ.á m. fjölsviðsmæla og sveiflusjá
  • prófa og meta ástand rafgeyma og sjá um hleðslu þeirra og umhirðu
  • prófa ræsikerfi

Hæfnisviðmið

  • lýsa grunnreglu um rafhreyfla og rafala
  • lýsa virkni rafhreyfla og rafala
  • lýsa virkni ræsa
  • lýsa mælingum og reikna orkuþörf rafhreyfla
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?