Fara í efni

LOKA3SS05 - Lokaverkefni stálsmiða

sjálfstæð vinna, skipulagning, stálsmíði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Í áfanganum vinna nemendur verkefni sem felur í sér samþættingu þekkingar og færni sem aflað hefur verið í skóla og vinnustað á námstímanum. Áhersla er lögð á skipulagningu, framkvæmt, eftirlit, skráningu og rökstuðning en að öðru leyti er ekki um að ræða fyrirfram ákveðna verkþætti. Kennslan er fólgin í leiðbeiningu og tilsögn við vinnu lokaverkefnis.

Þekkingarviðmið

  • verkáætlun og afmörkuðum hönnunargögn
  • efnis- og kostnaðaráætlun
  • áhöldum og tækjum fyrir einstaka verkþætti

Leikniviðmið

  • fylgja fyrirliggjandi verkáætlun og hönnunargögnum
  • vinna í samræmi við áætlanir um tíma og kostnað
  • vinna í samræmi við lög, reglugerðir og staðla
  • vinna með hliðsjón af gæðakröfum og viðurkenndu verklagi
  • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað

Hæfnisviðmið

  • rökstyðja val á aðferðum, efnum, áhöldum og tækjum
  • útskýra efnisafföll og frávik frá kostnaðaráætlun
  • leggja mat á verkáætlun og hönnunargögn vegna verksins
  • meta gæði verks með hliðsjón af lögum, reglugerðum og stöðlum
  • útskýra notkun og viðhald á áhöldum og tækjum
  • afla sér upplýsinga um útfærslur, efni, áhöld og tæki
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?