Fara í efni

REGL2HR05 - Reglunartækni 1

hugrök, reglun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: EÐLI2AO05, STÆF2AM05, RAMV1HL05
Nemendur öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum í reglunartækni sem notuð er við stjórn og við eftirlit með ýmsum vélbúnaði ásamt undirstöðuatriðum mælitækninnar, þekkja hugtök og geta útskýrt helstu mæliaðferðir og uppbyggingu algengra mælitækja.

Þekkingarviðmið

  • helstu grundvallarhugtökum mæli- og reglunartækninnar
  • þeim lögmálum sem liggja til grundvallar helstu mæliaðferðum
  • uppbyggingu algengra mælitækja sem notuð eru í reglunartækni
  • eiginleikum mismunandi reglunaraðferða og notkunarsviði þeirra
  • uppbyggingu og notkun á reglum sem nota orkuformin rafmagn, þrýstivökvi og þrýstiloft
  • eiginleikum mismunandi reglunartaka út frá hugtökunum mögnun, tímastuðull og dátími
  • gerð og uppbyggingu gangráða

Leikniviðmið

  • lesa teikningar af reglum og gera sér grein fyrir heildarmyndinni
  • stilla af PID stilli með viðurkenndum aðferðum

Hæfnisviðmið

  • gera sér grein fyrir hvaða áhrif stillingar á P, I og D gildum hafa
  • útskýra hvernig breyting einni eðlisstærð hefur áhrif á aðra
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?