Fara í efni

SMÍÐ3VV05 - Vélavinna

vélavinna

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SMÍÐ2NH05
Aukin áhersla lögð á verkefni sem krefjast fjölbreyttrar notkunar verkstæðisvéla og sjálfstæðari vinnubragða. Aukin notkun teikninga og lestur þeirra, sem og notkun handbóka og taflna. Samhliða kennslunni fer fram fræðsla um slysahættu og öryggisþætti á vinnustað. Nemendur læra m.a. að finna réttar deilingar í deili, reikna einfaldan vinnslutíma og finna færslur samkvæmt töflum. Nemendur vinna eftir eigin verkáætlun við lausn verka. Þá skulu nemendur læra að meðhöndla og beita þeim mælitækjum sem algengust eru í málmiðnaði og geta unnið almenna spóntökuvinnu innan 0,02 mm málvika.

Þekkingarviðmið

  • öryggismálum og umhirðu spóntökuvéla
  • áhrifum skurðverkfæra á afköst og áferð vinnslustykkja
  • muninum á fín- og grófrennsli
  • nákvæmni spóntökuvéla
  • kröfum um samsetningar og yfirborðsáferð
  • áhrifum af hita á efni og samsetningar
  • áhrifum kælivökva við spóntöku
  • gagnaöflun

Leikniviðmið

  • vinna sjálfstætt á vélum eftir flóknum teikningum
  • fræsa flókna hluti í skrúfstykki
  • nota deilivélar
  • leita að upplýsingum í handbókum og á netinu
  • velja rennistál við hæfi
  • velja fræsa/fræsiplatta við hæfi
  • renna utan- og innanmál með 0,02 mm málvikum
  • skila vandaðri vinnu (gæðavitund)

Hæfnisviðmið

  • nýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér í öðrum smíðaáföngum og beita við lausn verkefna
  • gæta ávallt fyllsta öryggis þegar unnið er við spóntökuvélar
  • gæta fulls öryggis við vinnu og meta aðstæður
  • velja harðmálmsverkfæri ásamt færslu og skurðarhraða
  • velja rétt verkfæri sem henta hverju sinni
  • vinna eftir verkáætlun
  • vinna sjálfstætt við lausn verkefna sem krefjast samþættingu verkþátta
  • gera kostnaðaráætlun
  • nýta töflubækur, viðgerðarhandbækur og almennar leiðbeiningar um það verk sem á að vinna
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?