BRAF3RB05 - Rafmagn í bíliðngreinum - bilanaleit
bilanaleit, rafmagn
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Þrep: 3
Farið yfir rafkerfi ökutækja: leiðslukerfi, hlutakerfi, íhluti og varbúnað. Æfingar í meðferð mæli- og prófunartækja og leit að prófunar- og viðgerðaupplýsingum. Verkefni í kerfisbundnum aðferðum við bilanaleit og úrlausnum vegna bilana og í skyndiviðgerð þar sem við á. Farið yfir reglugerðarákvæði um rafbúnað. Upprifjun á byggingarlagi, vélbúnaði og vinnuhætti dísilhreyfla. Farið yfir algengan rafbúnað og kerfi sem tengjast dísilhreyflum; forhitun, fæðidælubúnað og stýringar safngreinar innsprautunnar Farið yfir mæli- og prófunartæki og æfingar í notkun þeirra, m.a. notkun afgasgreinis. Áhersla á notkun viðgerðabóka og upplýsingagagna.
Þekkingarviðmið
- kröfum til rafkerfa ökutækja: leiðslukerfa, hlutakerfa, helstu íhluta og varbúnaðar
- byggingarlagi, vélbúnaði og vinnuhætti dísilhreyfla
- kröfum um hreinlæti og hættur í umgengni við háþrýstibúnað eldsneytiskerfa
- helsta rafbúnaði og kerfum sem tengjast dísilhreyflum sérstaklega; ræsihitunarbúnað, ganghraðastjórnun, eldsneytisstjórnun og eldsneytisfæðibúnað
Leikniviðmið
- beita kerfisbundnum aðferðum við leit að bilunum í rafbúnaði
- leita sér upplýsinga um rafbúnað í viðgerðarbókum og öðrum upplýsingagögnum
- prófa rafbúnað og kerfi dísilhreyfla, sérstaklega forhitunarkerfi
- finna bilanir og gera minniháttar viðgerðir
- nota reyk- og afgasgreini
Hæfnisviðmið
- lýsa rafkerfum ökutækja, virkni einstakra hluta í rafkerfum og fundið þá í ökutækjum
- nýta fjölsviðsmæla við mat á rafbúnaði
- lesa og túlka einföld tákn af sveiflusjá m.a. merki frá skynjurum
- nýta skanna til að lesa upplýsingar frá stjórntölvu hreyfils
- finna viðkomandi íhluti dísilkerfa í ökutækjum og lýst hlutverki þeirra
- lýsa innstillingu eldsneytisspíssa
- lýsa byggingu og virkni helstu gerða eldsneytisspíssa