Fara í efni

RLTV2HT05 - Raflagnateikning 1

hönnun raflagna og teikningar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Megin áhersla áfangans felur í sér að nemendur tileinki sér lestur og teikningu raflagnateikninga. Þeir fá þjálfun í að teikna og lesa úr raflagnateikningum og lögð áhersla á lagnir að og með 63 Amper. Farið verður í staðalákvæði og öryggisþætti við frágang raflagnateikninga. Nemendur læra að rissa teikningu af raflögn. Þá er þeim kennt að gera magntöluskrá og meta kostnað við lagningu raflagna samkvæmt raflagnateikningu.

Þekkingarviðmið

  • reglum um blaðstærð fyrir teikningar, mælikvarða þeirra og teikniáhöld
  • íslenskum staðali um raflagnateikningar fyrir smærri neysluveitur að og með 63 A.
  • heitum og hugtökum raflagnateikninga
  • magn- og kostnaðartöku raflagna

Leikniviðmið

  • lesa úr raflagnateikningum
  • lesa allar nauðsynlegar upplýsingar úr raflagnateikninu svo hann geti lagt raflögn eftir þeim
  • rissa teikningu að smærri neysluveitu s.s. fyrir íbúð og sumarhús með teiknireglur og staðalákvæði að leiðarljósi.

Hæfnisviðmið

  • velja og ákvarða efni fyrir raflagnir í neysluveitum að og með 63 A
  • meta magn og kostnað við við ofangreindar raflagnir
  • framfylgja ákvæðum staðals við gerð raflagnateikninga
  • nýta sér hugtök og heiti sem nota þarf við gerð raflagnateikninga
  • nýta sér staðlaákvæði er lúta að hönnun raflagnateikninga
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?