Fara í efni

ÍÞRG1ÚT03 - Útivist

útivist

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í áfanganum er lögð áhersla á útivist, líkams- og heilsurækt. Áfanginn er bóklegur og verklegur og nemendur læra ýmislegt varðandi undirbúning og aðferðir til útivistar. Nemendur fara í gönguferðir þar sem ýmis verkefni eru leyst. Svo er ein stór ferð áætluð þar sem nemendur fara í skálaferð. Farið er ítarlega í undirbúning slíkrar ferðar ,þ.á.m. meðferð búnaðar og matar. Einnig fá nemendur tækifæri til að kynnast öðrum möguleikum útivistar, s.s. að útbúa ratleik og aðra leiki.

Þekkingarviðmið

  • gildi útivistar fyrir líkama og sál
  • hugtakinu útivist og öðrum hugtökum sem tengjast því
  • skipulagningu og undirbúningi gönguferðar í náttúru Íslands
  • hlutverki leiðsögumanns og gildi góðrar leiðsagnar

Leikniviðmið

  • undirbúa og skipuleggja gönguferðir
  • meta eigin getu og styrk til fjölbreyttrar útivistar
  • skipuleggja leiki og nýta frítíma til útivistar

Hæfnisviðmið

  • skipuleggja atburð/viðburð fyrir hópa
  • lesa í landslag og meta öryggi við útivist
  • átta sig á ólíkri getu einstaklinga í hóp
  • skilja hlutverk leiðsögumanns og fjölbreytt starf hans
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?