Fara í efni

RTMV2DT05(AV) - Rafeindatækni 1

afriðun, díóður, hálfleiðarar, transistorar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er fjallað um hálfleiðara, sérstaklega helstu gerðir af díóðum (tvistum), virkni þeirra og notkunarmöguleika. Farið er í hvernig nota má díóður í afriðun og kenndar nokkrar leiðir til að umbreyta AC í DC. Einnig er farið í grunnvirkni transistors og hvernig hann er forspenntur og farið í DC- reikninga transistors. Gert er ráð fyrir að nemandinn læri einnig á helstu mælitæki svo sem fjölsviðsmæli og sveiflusjá auk þess að nota hermiforrit við mælingar á rásum.

Þekkingarviðmið

  • teiknitáknum díóða og Bjt transistora
  • virkni díóða og Bjt transistora
  • helstu gerðum afriðla og virkni þeirra
  • notkun íhluta s.s. díóða, Bjt transistora og afriðla

Leikniviðmið

  • reikna einfaldar rásir með díóðum og transistorum
  • reikna út DC spennu á mismunandi afriðlum
  • teikna einfaldar rafeindarásir
  • nota helstu mælitæki sem notuð eru í rafeindatækni
  • nota hermiforrit til mælinga á rafeindarásum

Hæfnisviðmið

  • hanna einfaldar rafeindarásir með díóðum og transistorum og gera mælingar á þeim
  • skila af sér skýrslu um mælingar á rásum
  • framkvæma mælingar til að ganga úr skugga um hvort íhlutir eru í lagi eða ekki
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?