BVHR3BO05 - Blendingsbifreiðar
blendingsbifreiðar, orkusparnaður, vetnisbifreiðar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Þrep: 3
Farið yfir hugmyndafræði, upphaf blendingsbifreiða og gildi þeirra fyrir orkusparnað. Skoðuð yfir kerfisuppbygging blendingsbifreiða. Farið yfir virkni helstu íhluta rafbúnaðar og hvernig þeir eru frábrugðnir öðrum ökutækjum. Farið yfir uppbyggingu og virkni rafgeyma, hvernig búnaðurinn starfar með Atkinson hreyfli. Vinnubrögð við mælingar með bilanagreini og mat íhluta. Gerðar mælingar á afgasi hreyfils og gerðir útreikningar á losun mengandi efna. Lögð áhersla á öryggi og hættur sem eru til staðar við þjónustu og viðhald blendingsbifreiða.
Farið yfir vetnisknúin ökutæki í heild sinni. Gerður samanburður á mengunarþáttum annarra eldsneytisefna og vetnis. Skoðaðir helstu þættir sem valda gróðurhúsaáhrifum og hlýnunjarðar. Kynnt framleiðsla vetnis til notkunar í ökutækjum. Farið yfir virkni vetnisknúinna ökutækja í heild, virkni vetnisrafala og hvernig þeir vinna rafmagn til hleðslu rafgeyma. Farið yfir þær hættur sem stafa af háspennu úr rafgeymasamstæðum, meðhöndlun, viðhald og þjónustu ýmissa íhluta búnaðar.
Þekkingarviðmið
- virkni brunahreyfla
- virkni rafhreyfla og rafala
- helstu gerðum rafgeyma
- umgengisreglum og hættum vegna háspennu í rafbúnaði ökutækis
- framleiðsluferli vetnis
- vinnuferli efnarafala
- aðferðum við mælingar á rafbúnaði vetnisknúinna ökutækja
- kostum og sparnaði við notkun nýorkugjafa
- hættum af háspenntum rafbúnaði
Leikniviðmið
- mæla rafbúnað blendingsbifreiða
- mæla fæði- og kerfisþrýstingi í eldsneytiskerfi
- sækja bilanakóða í tölvu hreyfils með prófunartæki
- mæla rafbúnað vetnisknúinna ökutækja
- mæla ástand rafgeyma
- sækja bilanakóða í stjórntölvu ökutækis með prófunartæki
Hæfnisviðmið
- lýsa uppruna og áhrifum umhverfismengunar
- lýsa virkni blendingsbúnaðar bifreiða
- lýsa mælingum og prófunum á rafbúnaði blendingsbifreiða
- lýsa gerð og virkni helstu íhluta
- lýsa öryggiskröfum við þjónustu og viðgerðum vetnisknúinna ökutækja
- benda á helstu íhluti og lýsa hlutverki þeirra
- lýsa mengandi áhrifum efna og hvernig megi vinna gegn gróðurhúsaáhrifum