Fara í efni

BMVÖ4VÖ03 - Vistvæn ökutæki

Vistvæn ökutæki

Einingafjöldi: 3
Þrep: 4
Markmið áfangans er að auka þekkingu nemandans á nýorkubifreiðum. Lögð er áhersla á tæknilega uppbyggingu ýmissa kerfa í nýorkubifreiðum, metan, raf- vetnis- og blendingsbifreiðum. Borin saman vinnslusvið og geta hverrar einingar um sig til að draga úr koltvísýrings losun út í umhverfið í akstri og uppbyggingu eininga. Að nemandinn þekki þau öryggisatriði sem snúa að viðhaldi slíks búnaðs, hættur og fyrirbyggjandi viðhald. Lögð er áhersla á tæknilega þekkingu og verklega hæfni til að sinna ökutækjum með slíkan búnað.

Þekkingarviðmið

  • hættum við vinnu rafbifreiða
  • ýmsum gerðum rafhreyfla
  • reglum framleiðanda um meðferð rafbúnaðar með háspennu
  • vinnureglu brunahreyfla

Leikniviðmið

  • meta ástand búnaðar
  • skipta um hluti í búnaði eftir þörfum

Hæfnisviðmið

  • lýsa uppbyggingu og virkni metanbifreiða
  • lýsa uppbyggingu og virkni vetnisbifreiða
  • lýsa uppbyggingu og virkni rafbifreiða
  • lýsa uppbyggingu og virkni fjölorkubifreiða
  • miðla þekkingu sinni á nýorkubifreiðum til annarra
  • lýsa hættum sem geta skapast við vinnu nýorkubifreiða
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?