VÉLF1AE05(AV) - Vélfræði 1
aflfræði og eldsneyti
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: VÉLS2KB05, STÆF2RH05
Þrep: 1
Forkröfur: VÉLS2KB05, STÆF2RH05
Nemendur öðlast fræðilega og hagnýta grunnþekkingu í vélfræði. Fjallað er um mismunandi form orku, afls og orkunýtingu til að auka skilning á þessum hugtökum. Lögmál varmafræðinnar um óforgengileika orkunnar eru kynnt ásamt SI-mælieiningakerfinu. Eldsneytisnotkun bulluvéla og orkuforði. Fjallað er um nýtni bulluvéla, pV-línurit og pt-línurit. Meðalþrýstingur pmi fundinn í pV-línuriti með lóðlínuaðferðinni. Reiknað framleitt afl dísilvéla. Samhengi þrýstings og hitastigs. Fast og fljótandi eldsneyti úr kolefnissamböndum. Fjallað er um vinnslu á olíu og hvað mælikvarðarnir oktantala, setantala og dísilindex segja til um brunaeiginleika eldsneytis.
Þekkingarviðmið
- þeim þáttum sem hafa áhrif á aflframleiðslu véla
- orkunýtingu og eldsneytisnotkun bulluvéla
- samhengi aflframleiðslu og hinna ýmsu stærða bulluvéla
- aðferðum við mælingar á meðalþrýstingi
- áhrifum mismunandi álags á gerð pV-línurits
- lögmálum varmafræðinnar um varðveislu orkunnar
- aflmælingum véla með notkun hemla
- þjöppunarhlutfalli og rúmmálsmælingum á vélum
- samhengi aflframleiðslu, álags og hvernig inngrip í aflframleiðsluna hefur áhrif á starfsemi vélarinnar
- eldsneytisnotkun, orkutapi og orkunýtingu
- eldsneytisgerðum, olíutegundum og staðbundnum einkennum olíu
- oktantölu, cetantölu og dieselindex
- vinnslu á fljótandi eldsneyti og helstu eiginleikum þess
Leikniviðmið
- snúa formúlum
- lesa út úr ritmynd vélar
- mæla ritmyndir og fundið pi, pmax, pþjapp
- leiða út formúlur sem fyrir koma í námsefninu og beita þeim við kausn verkefna
- reikna út forðaradíus
Hæfnisviðmið
- útskýra samhengi þrýstings og hitastigs og finna þjöppunarhlutfall
- nýta ritmyndir til einfaldra bilanagreininga
- setja fram útreikning á skipulagðan og snyrtilegan hátt
- útskýra gildi breyta í formúlum