Fara í efni

RAMV4DR05 - Rafmagnsfræði 7

framleiðsla raforku og dreifikerfa

Einingafjöldi: 5
Þrep: 4
Forkröfur: RAMV3RD05
Í þessum áfanga er fjallað um raforkukerfið á Íslandi, allt frá orkuverum til notenda, sögu raforkuvinnslu, dreifingar og áhrif raforkuvinnslu á menningu og umhverfi. Fjallað er um mismunandi orkugjafa svo sem vatnsorku, gufuorku, sólarorku, vindorku og fleira. Farið er í uppbyggingu orkuvera, tengi- og aðveitustöðva og helsta búnað í þeim. Enn fremur uppbyggingu háspennudreifikerfisins og helstu öryggisatriði varðandi vinnu við það. Þá er fjallað um spenna, yfirstraumsvarnir og virkni helstu varnarliða og tekin fyrir röð aðgerða fyrir rof og spennusetningu á línu eða öðrum rekstrareiningum. Lögð er áhersla á að nemendur fari í skoðunarferðir og kynnist mismunandi gerðum orkuvera. Í áfanganum er lögð áhersla á að skoða rafmengun og truflanir.

Þekkingarviðmið

  • uppbyggingu raforkukerfisins á Íslandi
  • uppbyggingu orkuvera, tengi- og aðveitustöðva
  • jarðskautum og hlutverki þeirra
  • öryggisatriðum varðandi vinnu við háspennuvirki
  • fjölbreyttum aðferðum við raforkuframleiðslu

Leikniviðmið

  • reikna út spennufall og afltöp háspennulína
  • mæla og greina truflanir í rafkerfum
  • skipuleggja aðgerðaröð fyrir rof og spennusetningu á línu eða öðrum rekstrareiningum

Hæfnisviðmið

  • skilja og meta hinar ýmsu gerðir raforkuframleiðslu, þar með kosti og takmarkanir
  • undirbúa rekstrareiningar fyrir viðhald
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?