STAÞ3SM12 - Starfsþjálfun matartækna 3
starfsþjálfun matartækna
Einingafjöldi: 12
Þrep: 3
Þrep: 3
Matartæknir matreiðir algengan heimilismat, hátíðarmat og sérfæði og setur saman matseðla með hliðsjón af þörfum einstakra hópa og sérþörfum einstaklinga. Hann starfar á heilbrigðisstofnunum og í mötuneytum og sinnir stjórnun í eldhúsum heilbrigðisstofnana. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Matartæknir vinnur með hreinsiefni sem notuð eru í stóreldhúsum og mötuneytum við hreinsun m.a. tækja og áhalda og hefur eftirlit með slíkum þrifum í samræmi við gildandi staðla og reglur um hreinlæti. Hann starfar í samræmi við almennar siðareglur.
Þekkingarviðmið
- þörfum einstakra hópa, m.a barna, aldraðra og sjúklinga með ólíka sjúkdóma og þarfir fyrir sérfæði, einnig aðila sem fara óhefðbundar leiðir í fæðuvali
- fæðuofnæmi og fæðuóþoli
- siðareglum, s.s. um virðingu fyrir faginu, hráefni og nýtingu þess
- öryggisreglum sem gilda um innra eftirlit í eldhúsum hvað varðar viðmiðunarmörk, s.s. um hitastigsmörk og hreinlæti og vinnureglum um rekjanleikja
- vöru og þjónustu og afgreiðslu á vörum og þjónustu
Leikniviðmið
- útfæra almennt fæði yfir í sérfæði fyrir hópa
- reikna út hollustu- og næringargildi helstu framleiðsluvara og aðlaga matarskammta
- neysluþörfum markhópa og einstaklinga
- setja saman matseðla
- dúka borð
- útbúa rétti til framreiðslu
- gera pöntunar- og verkefnalista
- nota handverkfæri til skurða og meðferð á grænmeti, fisk og kjöti
- þrífa og sótthreinsa húsnæði, tæki og áhöld
- nota íðorð greinarinnar
Hæfnisviðmið
- túlka innihaldslýsingar á matvælum og setja saman innihaldslýsingu á réttum með tilliti til ólíkra þarfa viðskiptavina
- taka þátt í faglegum umræðum um matreiðslu á heilbrigðisstofnunum þar sem t.d. þarf að beita sérlausnum við samsetningu matseðla
- sýna ábyrga afstöðu til sjálfbærni
- leiðbeint um fagleg málefni á íslensku og erlendum tungumálum