Fara í efni

TEIV2GH05 - Teiknivinna trésmiða

gluggar, hurðir, innréttingar, stigar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum læir nemandinn grunnatriðin í lestri byggingauppdrátta, lærir muninn á aðal– og séruppdráttum, fær þjálfun í að vinna með mælikvarða og teikna verkstæðisunna byggingarhluta með áherslu á glugga, hurðir og innréttingar. Nemandinn lærir aðferðir við þrepadeilingu stiga ásamt því að gerð er grein fyrir hönnunarforsendum í byggingarreglugerð ásamt stöðlum og verklýsingum. Mikilvægt er að nemandinn tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð við upplýsingaleit og gagnaúrvinnslu og hafi aðstöðu til að prenta út vinnuteikningar í fullri stærð. Áfanginn er ætlaður bæði húsa- og húsgagnasmiðum og byggist aðallega á verkefnavinnu.

Þekkingarviðmið

  • kröfum sem gerðar eru til glugga og hurða
  • uppbyggingu glugga, hurða og innréttinga
  • reglum og reikniaðferðum um stiga
  • vinnuteikningum sem henta fyrir trésmíðaverkstæði

Leikniviðmið

  • nota tölvur til teikninga
  • útbúa sérmyndir, deili og snið
  • vinna með mismunandi mælikvarða
  • útbúa teikningar til prentunar og prenta út nothæfar vinnuteikningar

Hæfnisviðmið

  • skilja uppbyggingu vinnuteikninga
  • teikna útlitsmyndir, sérmyndir, deili og snið í tölvu
  • útbúa vinnuteikningar eftir öðrum teikningum og fyrirmælum
  • vinna eftir teikningum á trésmíðaverkstæði
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?