MÓTA3US03 - Uppsláttur og steypa
mælingar, steinsteypa, uppsláttur
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: BURÐ1BK03 og TIMB2VS16
Þrep: 3
Forkröfur: BURÐ1BK03 og TIMB2VS16
Í áfanganum lærir nemandinn um framkvæmdir við undirstöður og burðarvirki steinsteyptra bygginga og mannvirkja. Gerð er grein fyrir afsetningu húsa og mælingum á byggingastað, fjallað um mótasmíði einstakra byggingarhluta, einangrun botnplötu, niðurlögn steinsteypu og gerð og smíði verkpalla eftir því sem bygging rís. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og lögð er áhersla á samhengi námsþátta. Gert er ráð fyrir að nemendinn hafi fengið nokkra innsýn í notkun steypumóta og verkpalla í vinnustaðanámi áður en þeir fara í áfangann. Nemandinn fær einnig kynningu á kranaleiðbeiningum frá Vinnueftirlitinu. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og fer kennslan fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu þar sem tvinnað er saman bóklegum og verklegum þáttum námsins.
Þekkingarviðmið
- grunnatriðum lengdar- og hæðarmælinga á byggingastað
- einangrun botnplötu og sökkulveggja
- framleiðslu steinsteypu
- burðarþoli steypumóta
- niðurlögn steinsteypu við ólíkar aðstæður
- leiðbeiningum til kranastjóra við flutning á efni, tækjum og mótum
Leikniviðmið
- velja steypumót við mismunandi aðstæður
- slá upp mismunandi gerðum steypumóta
- magntöku steypu og móta
- aðhlynningu á steinsteypu
- útreikningum á þurrktíma steypu m.t.t. frásláttar
Hæfnisviðmið
- slá upp steypumótum við mismunandi aðstæður
- vinna sjálfstætt við húsasmíði