STAÞ3SH30(AV) - Starfsþjálfun húsasmiða 3
starfsþjálfun húsasmiða
Einingafjöldi: 30
Þrep: 3
Þrep: 3
Nemandinn vinnur með sjálfstæðum hætti við fjölbreytta verkþætti á vinnustað og öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna sem húsasmiður. Nemandinn tekur sjálfstæðar ákvarðanir hvað varðar framvindu þeirra verka sem hann vinnur. Hann nýtir þá þekkingu og hæfni sem hann öðlast til að vinna við margskonar verk.
Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum er með ferilbók, sem nemandinn og iðnmeistari fylla inn í eftir framvindu. Æskilegt er að starfsþjálfun sé lokið áður en nemandinn hefur nám á lokaönn í skóla. Skólinn hefur eftirlit með starfsþjálfun nemandans og staðfestir hana með samþykkt sinni á ferilbókinni.
Þekkingarviðmið
- byggingu og viðhaldi mannvirkja úr steinsteypu og tré
- smíði og uppsetningu glugga, hurða og innréttinga
- helstu aðferðum og tækjum við mælingar og notkun á nýjustu mælitækni
- byggingareglugerð og skipulagslögum
- reglugerðum er tengjast byggingarvinnusvæðum
- lögum og reglugerðum sem fjalla um gömul hús
Leikniviðmið
- vinna eftir teikningum og verklýsingum
- byggja mannvirki úr steinsteypu og tré
- vinna á trésmíðaverkstæði
- fara eftir reglum um öryggi og hollustuhætti á vinnustað
Hæfnisviðmið
- vinna sem húsasmiður og leysa verkefni sem tilheyra greininni
- vinna eftir teikningum og verklýsingum við húsasmíði
- fylgja þeim öryggiskröfum sem gerðar eru á vinnustað
- nýta sér mismunandi námsleiðir að námi loknu