Fara í efni

FJSV2RE05(AV) - Fjarskiptatækni

kaplar, loftnet, tíðniróf

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er fjallað um tíðnirófið sem notað er til fjarskipta og skýrt hvernig radíómerki dreifist til og frá loftneti. Fjallað eru um fjarskiptakerfi heimila og minni fyrirtækja. Kynntar eru helstu gerðir loftneta og hvernig tíðni og næmni eru reiknuð. Nemendur læra um styrk- og tíðnimótun, sendingar á hliðrænum og stafrænum merkjum eftir boðskiptalögnum og í þráðlausum netkerfum. Kynntar eru helstu gerðir kapla og annarra hátíðnimerkjabera sem og efni sem notað er í loftnetskerfum og í þráðlausum netkerfum. Nemendur læra að reikna út einföld loftnetskerfi gagnvart styrk merkis og deyfingu í lofti, köplum og dósum. Notkun mælitækja er æfð og fræðilegur grunnur styrktur með mælingum.

Þekkingarviðmið

  • tíðnirófi fjarskipta
  • mismunandi mótunaraðferðum
  • helstu gerðum loftneta
  • útreikningum varðandi loftnetskerfi og þráðlaus fjarskipti
  • riðstraumsviðnámi og endaviðnámum
  • köplum til fjarskipta
  • mælitækjum til mælinga á loftnetskerfum

Leikniviðmið

  • setja upp og tengja meðalflókið loftnetskerfi
  • beita helstu mælitækjum fyrir fjarskiptakerfi
  • ákvarða gerðir loftneta við mismunandi aðstæður

Hæfnisviðmið

  • geta sett upp einfalt loftnetskerfi með loftneti, magnara og tengidósum.
  • geta hannað, skipulagt og sett upp einfalt þráðlaust netkerfi
  • geta skeytt saman köplum
  • geta sett endatengi á flestar gerðir kapla
  • geta metið hvaða kaplar eiga við og hvaða loftnet eiga við í mismunandi aðstæðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?