Fara í efni

MEKV2RE05(AV) - Rafeindavélfræði

Forritunarmál, flæðirit, tækniaðferðir, örtölvur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Nemendur læra að nota þriðju kynslóðar forritunarmál til að forrita örtölvur, uppbygging örtölva og hvernig þær tengjast útværum rásum og stýra eða skynja. Nemendur læra um ýmsar gerðir skynjara og stýrirofa og hvernig örtölvur eru notaðar til að vinna ýmiss verkefni. Nemendur leysa fjölbreytt og einföld verkefni þar sem lögð er áhersla á að fá örtölvur til að virka með inntaki og úttaki. Nemendur læra að nota flæðirit og aðrar teikniaðferðir til að lýsa virkni hugbúnaðar.

Þekkingarviðmið

  • Virkni PIC tölva
  • Tengingu PIC við umhverfið
  • Stýrirofum ýmisskonar
  • Skynjurum af ýmsum gerðum

Leikniviðmið

  • Forrita einfaldar skipanir fyrir PIC
  • Stilla upp vélbúnaði s.s. mótorum, skynjurum og rofum
  • Láta vélbúnað vinna með forritaðri stýringu.

Hæfnisviðmið

  • Teikna flæðirit af virkni einfalds hugbúnaðar.
  • Setja upp og tengja einfaldan vélbúnað.
  • Forrita og stilla upp einföldum vélbúnaði og láta hugbúnað stjórna.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?