MEKV3RE05(BV) - Rafeindavélfræði
Forritunarmál, flæðirit, tækniaðferðir, örtölvur
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Þrep: 3
Nemendur læra um virkni og notkun ýmissa skynjara og mótora sem tengjast tölvustýringum. Þeir læra að tengja saman ólíka íhluti, skynjara og útgangsrásir. Þeir læra um tengimáta og breytingu gagna milli mismunandi kerfa. Nemendur læra um aðferðir við umbreytingu stafrænna gagna yfir í analog og öfugt. Einnig hvernig nota má smáskjái sem notenda viðmót. Nemendur vinna flóknari verkefni en í undanfara og takist á við erfiðari forritun fyrir örtölvur með þriðju kynslóðar forritunarmáli. Beitt er mótaðri forritunaraðferð (structured programming) og lögð áhersla á að nota flæðirit eða aðrar teikniaðferðir við hönnun lausna.
Þekkingarviðmið
- virkni örgjörva eins og í PIC rásum
- virkni ýmissa skynjara.
- virkni ýmissa kraftrása.
- samtengingu milli ólíkra kerfa.
- virkni smáskjáa
- servómótorum
- jafnstraums- og steppermótorum
Leikniviðmið
- forrita flóknari lausnir fyrir PIC rásir
- stilla upp vélbúnaði s.s. mótorum og færiböndum
- vinna með stepp- og jafnstraumsmótora
Hæfnisviðmið
- hannað vélrænt kerfi með nokkrum skynjurum og nokkrum mótorum.
- forritað kerfið og látið það virka.
- geta hannað brú milli mismunandi kerfa.