NETV3RE05(CV) - Nettækni og miðlun
bilanaleit, staðarnet, uppsetningar, víðnet
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Þrep: 3
Áfanginn skiptist jafnt á milli umfjöllunar um stafræna mynd og hljóðútsetningar og mynd og hljóð upptöku þar sem lögð er áhersa á viðfangsefni tengd sköpun.
Kennd er uppbygging á mismunandi mynddreifikerfa, í lofti, yfir internet og IPTV.
Forsendur fyrir upplausn í dreifikerfi og hvernig upplausnarþörf er reiknuð og yfirfærð yfir í bandbreidd fyrir flutningsleiðir og flutningskerfi. Nemendur læri um þjöppun mynd- og hljóðmerkis og dreifingu þess með stafrænni mótun, hvort sem er um þráð eða í lofti.
Nemendur læra um grunnþætti stafrænnar mynd- og hljóðupptöku. Læra á hugbúnað til að vinna hljóð og mynd á stafrænan hátt.
Þekkingarviðmið
- stafrænum dreifikerfum sjónvarps og útvarps
- kröfum um bandbreidd fyrir útsendingu á hljóði og mynd
- helstu þjöppunarstöðlum fyrir hljóð og mynd
- hljóðupptöku og hljóðupptökubúnaði, hugbúnaðir og vélbúnaði
- myndupptöku og myndupptökubúnaði, hugbúnaðir og vélbúnaði
Leikniviðmið
- greina þarfir og þekkja uppbygging á mismunandi mynd- og hljóðdreifikerfa
- meta áhrif þjöppunar á merki og bandbreidd
- nota hugbúnað og vélbúnað til að taka upp og vinna hljóð og mynd í stafrænu umhverfi
- miðla hljóði og mynd yfir stafræna miðla og veitur.
Hæfnisviðmið
- reikna upplausn og geymslustærðir fyrir stafrænar vinnslu og upptökur.
- reikna þörf fyrir bandbreidd og þjöppunarstaðla í stafrænum útsendingum og upptökum á hljóði og mynd
- taka upp, meðhöndla og miðla hljóði og mynd yfir stafræna miðla og veitur
- nota fjölbreyttan búnað fyrir hljóð og myndupptöku