RABV2RE05(AV) - Rafeindarásir og mælingar
magnarar, mælitæki, sveiflusjár, transistorrásir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Þrep: 2
Nemendur æfist í notkun mælitækja og geri sér grein fyrir áhrifum mælitækja á virkar rásir. Nemendur vinni verkefni við einfaldar transistorrásir, æfist í mælingum með AVO mæla og sveiflusjár. Nemendur geri sér grein fyrir hvaða áhrif innri viðnám mælitækja hafa á áhrif mælinga. Nemendur læri að setja upp einfaldar rafeindarásir s.s. transistormagnara og aðgerðarmagnara í mismunandi tengingum og geri mælingar til glöggvunar á virkni. Nemendur læri um sveifluvaka og virkni helstu gerða. Nemendur þjálfist í teikningalestri rafeindarása og í notkun hermiforrita. Lögð er áhersla á að nemendur læri að sækja upplýsingar á internetið og nýta þær. Nemendur læri um praktíska notkun rása og hvernig þær nýtast í almennum tækjabúnaði.
Þekkingarviðmið
- virkni AVO mæla og sveiflusjá
- áhrif mælitækja á virkar rásir
- virkni transistorrása
- virkni mismunandi tengimáta transistorrása, CE, CB, CC.
- virkni rása með aðgerðarmagnara og mismunandi tengimáta.
- mikilvægi rétts frágangs á jarðbindingum í smáspennurásum.
Leikniviðmið
- prófa rafeindarásir í hermiforriti
- yfirfæra rafeindarás af teikningu yfir á tengibretti.
- mæla virkar rafeindarásir og draga ályktanir
- nota internetið til öflun upplýsinga um rásir og íhluti
Hæfnisviðmið
- hanna einfalda transistorrás í stað bilaðrar rásar.
- hanna einfalda transistorrás inn í stærra kerfi með skilyrta hegðun.
- mæla og bilanagreina virka rafeindarás