Fara í efni

SMÍV2RE05(AV) - Smíði og hönnun rafeindarása

DIN skinnu, eðlisfræði íhluta, hermiforrit, rafeindarásir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í þessum áfanga er lögð áhersla á hönnun og smíði rafeindarása til að taka við boðum og stýra ytri búnaði. Kennd er hönnun og smíði samsettra rafeindarása og veitt innsýn í eðlisfræði íhluta. Smíðaðar eru einingar til að taka við merkjum frá skynjurum og til aflstýringar á orkufrekum tækjum. Farið er í uppröðun og tengingar á tilbúnum iðnaðarreglunareiningum á DIN skinnu og gengið frá kassa með búnaði á DIN skinnu í samræmi við staðla og ákvæði reglugerða. Farið er í fínlóðningar með yfirborðsásetta íhluti (SMD) og kennd tækni við að skipta út íhlutum með mörgum tengingum. Farið er í kynnisferðir í framleiðslufyrirtæki. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og notkun hermiforrita.

Þekkingarviðmið

  • prentplötugerð og mikilvægi rýmda og spans í rásum.
  • helstu verkfærum fyrir rásasmíði.
  • merkingum og stöðlum yfirborðslóðaðra íhluta (SMD)

Leikniviðmið

  • leggja tölvuteiknaða rafeindarás á prent
  • æta eða fræsa prentplötur með ljósfilmu
  • lóða SMD íhluti á prent
  • aflóða SMD íhluti

Hæfnisviðmið

  • hanna og teikna rafeindarásir í þar til gerðu teikniforriti
  • hanna prentplötu út frá skematískri teikningu
  • sannreyna virkni rásarinnar í hermiforriti
  • lóða upp rásina með hvort heldur sem er gegnumgangsíhlutum
  • sannreyna virkni rásarinnar með mælitækjum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?