ÖRSK2FS01(AV) - Öryggisfræði
fyrsta hjálp, skyndihjálparkeðja, áverkaeinkenni
Einingafjöldi: 1
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Áfanginn fjallar um skyndihjálp og fyrstu viðbrögð við áföllum og slysum. Nemandinn fær fræðslu um helstu áverkaeinkenni og rétt viðbrögð við þeim ásamt þjálfun í notkun fjögurra skrefa skyndihjálparkeðjunnar. Lögð er áhersla á að nemandinn sé virkur þátttakandi í náminu og hafi sjálfstraust til að takast á við fjölbreytt verkefni.
Þekkingarviðmið
- fjórum skrefum skyndihjálparkeðjunnar sem eru að; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp
- helstu áverkaeinkennum og réttum viðbrögðum við þeim
- helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim
Leikniviðmið
- veita sálræna skyndihjálp
- beita endurlífgun og kunna á sjálfvirk stuðtæki í neyðartilfellum
- leggja sjúkling í læsta hliðarlegu og tryggja þannig öryggi hans
- binda um sár og flytja sjúkling til við yfirvofandi hættu
Hæfnisviðmið
- sýna rétt viðbrögð við slysum
- meta ástand sjúkra og slasaðra
- nýta skyndihjálp við slys og bráð veikindi