ÍSLE1RO03 - Lestur og ritun
lestur, málnotkun, orðaforði, ritun
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
Þrep: 1
Forkröfur: Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
Áfanginn er ætlaður nemanda sem ekki hefur náð góðum tökum á námsefni íslensku í efri bekkjum grunnskóla. Stefnt er að því að efla sjálfstraust hans og trú á eigin málfærni í ræðu og riti. Áhersla er lögð á að hann bæti lestrartækni, lestrarhraða, lesskilning sinn og öðlist úthald við lestur. Unnið verður með bókmenntatexta jafnt sem ýmsa nytjatexta. Ennfremur fær nemandinn þjálfun í ýmiss konar ritun þar sem reynir á sköpunarhæfni og frumkvæði. Hann fær þjálfun í að nota ýmis hjálpargögn s.s. orðabækur/tölvuorðabækur og yfirlestrarforrit til að bæta og lagfæra eigin texta. Algengasta myndmál og stílbrögð rifjuð upp og unnið með orðaforða með margvíslegu móti til að nemandi auki við orðaforða sinn í ræðu og riti. Nemandinn vinnur og kynnir verkefni sín ýmist einn og/eða með öðrum.
Þekkingarviðmið
- mikilvægi þess að búa að góðri lestrarfærni, t.d. góðum leshraða, lesskilningi og úthaldi við lestur
- mismunandi lestraraðferðum, t.d. hraðlestri, nákvæmnislestri og leitarlestri
- nokkrum tegundum bókmennta- og nytjatexta, s.s. smásögum, blaða- og tímaritsgreinum
- uppbyggingu ólíkra texta
- orðaforða sem nýtist í ræðu og riti
- mikilvægum atriðum sem einkenna góða framsögn og umræður
- notkun hjálpargagna
- mikilvægi þess að geta heimilda
Leikniviðmið
- lesa sér til gagns og gamans texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda og skilja algengt líkingamál og orðatiltæki
- nota mismunandi lestraraðferðir við ólíka texta
- kynna og lýsa munnlega ýmiss konar efni
- vinna fjölbreytt verkefni þar sem reynir m.a. á sköpun og frumkvæði
- nota yfirlestrarforrit og orðabækur til að lagfæra eigin texta
- taka aðalatriði úr texta og átta sig á meginefni hans
- leita upplýsinga úr heimildum og nýta á viðeigandi hátt
Hæfnisviðmið
- semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málfari
- afla sér upplýsinga í ýmsum nytjatextum, s.s. blaða- og tímaritsgreinum
- auka leshraða og dýpka lesskilning sinn
- styrkja eigin mál- og ritfærni
- túlka texta þótt merkingin liggi ekki á yfirborðinu
- vinna skapandi verkefni, t.d. í tengslum við vinnu með texta