Fara í efni

BMRÖ4ÖS05(AV) - Öryggisbúnaður ökutækja

S.R.S, Öryggisbúnaður

Einingafjöldi: 5
Þrep: 4
Forkröfur: BVÝB2BB03
Farið yfir öryggisbúnað, m.a. loftpúða, beltastrekkjara og annan öryggis og þægindabúnað í ökutækjum sem jafnframt er staðalbúnaður. Búnaðurinn skoðaður í ökutækjum með tilvísun í upplýsingar framleiðenda. Nemendur velja sér búnað sem þeir gera sérstaka grein fyrir í verkefni. Áhersla er lögð á hættur af umgengni við öryggis- og verndarbúnað með sprengihleðslu, s.s. púða í stýri, mælaborði, hnjápúða og í hliðum farþegarýmis og öryggisbeltum. Enn fremur er áhersla á snyrtilega umgengni um ökutæki sem eru til viðgerðar og hvaða afleiðingar yfirsjónir viðgerðamanna geta haft á þeirra eigin öryggi í vinnu við öryggisbúnað, akstursöryggi og viðgerðakostnað. Farið yfir aðferðir við viðgerðir og frágang raflagna öryggisbúnaðar. Farið yfir ýmsan rafeindabúnað í ökutækjum með áherslu á algeng hreyfilstjórnkerfi og önnur stjórnkerfi. Farið yfir gerð sannindatöflu og umreikning milli talnakerfa. Leit að upplýsingum um viðfangsefni áfangans og lestur viðgerðarbóka. Farið yfir notkun og meðferð mæli- og prófunartækja s.s. sveiflusjá og bilanagreina. Gerðar tilraunir og æfingar með rökrásarbúnað. Skoðun, prófun og greining á ástandi stýrikerfa.

Þekkingarviðmið

  • kröfum um persónuhlífar við vinnu
  • kröfum um öryggisbúnað í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
  • hættum sem stafa af rangri umgengni um öryggisbúnað
  • virkni þægindabúnaðar í nýjum bifreiðum
  • ýmsum rafeindabúnaði í ökutækjum sem stjórnar vinnu hreyfla, gírkassa, fjöðrunar, öryggisbúnaðar, mælabúnaðar, þægindabúnaðar o.fl.
  • virkni samskiptabúnaðar í tölvukerfum bifreiða

Leikniviðmið

  • skoða og prófa öryggisbúnað
  • gera við öryggisbúnað innan þeirra marka sem framleiðendur ætla almennum viðgerðamönnum
  • umbreyta tugatölum í tvítölur
  • nota mæli- og prófunartæki fyrir rafbúnað stýrikerfa
  • leiðbeina umráðamanni ökutækis varðandi umgengni við rafeindastýrð stjórn- og eftirlitskerfi

Hæfnisviðmið

  • lýsa virkni öryggiskerfa þeirra ökutækja sem unnið er við hverju sinni.
  • þjónusta öryggiskerfi þeirra ökutækja sem unnið er við hverju sinni.
  • skipta um einingar kerfa eftir reglum framleiðenda
  • leiðbeina um umgengni og vinnu við öryggisbúnaðbúnað þeirra ökutækja sem unnið er við hverju sinni.
  • lýsa sannindatöflum rökrása
  • umreikna á milli talnakerfa
  • leita upplýsinga um hvernig staðið skuli að bilanaleit
  • lýsa prófun og greiningu á ástandi hreyfla með rafeindastýrð stjórn- og eftirlitskerfi
  • lýsa virkni eftirtalins búnaðar: þægindabúnaðar, höggvörum, öryggisbeltum, loftpúðum, barnastólum, samlæsingum, rafknúnum rúðuvindum, þjófafælum, rafhituðum rúðum og útispeglum, rafstilltum útispeglum, mælum og gaumljósum, mælaborðslýsingu, innilýsingu, ræsihindrun í sjálfskiptingu og öðrum ræsihindrunum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?