Fara í efni

HREY1HÚ01 - Íþróttir með hreyfingu og útivist

Hreyfing og útivist

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Í áfanganum kynnist nemandinn útivist, fjölbreyttum gönguleiðum, hreyfingu og útbúnaði sem mikilvægur er í stuttar göngur. Nemandinn fær fræðslu um mikilvægi hreyfingar á líkamlega og andlega heilsu til framtíðar. Þá er leitast við að þjálfa úthald, styrk og liðleika nemandans og sýna honum leiðir til að viðhalda og/eða bæta líkamlega heilsu.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi góðrar heilsu fyrir framtíðina
  • hvað reglubundin hreyfing er góð forvörn fyrir ýmsa andlega og líkamlega sjúkdóma
  • mikilvægi úthalds-, styrktar- og liðleikaþjálfunar

Leikniviðmið

  • auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum sem henta hverjum og einum
  • nota snjalltækni til að kortleggja útivistina

Hæfnisviðmið

  • nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu
  • viðhalda og/eða bæta líkamlega heilsu
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?