HBFR1ÉG02 - Heilbrigðisfræði með áherslu á samskipti og samfélag
samskipti og samfélag
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Þrep: 1
Í áfanganum er komið inn á val nemenda varðandi lífsstíl, s.s. markmið menntunar, mataræði, áhugamál, starfsvettvang, menningu og listir. Staða einstaklingsins í fjölmenningarlegu samfélagi verður skoðuð og rædd, m.a. út frá þjóðerni trú og stöðu.
Í áfanganum verður rýnt í eftirfarandi hugtök og unnin verkefni þeim tengdum: Læsi í víðum skilningi, jafnrétti, fordómar, sjálfsmynd, tilfinningar og tjáning. Hugað verður að stöðu karla og kvenna í samfélaginu, fjallað um gagnrýna hugsun og nemendur æfðir í að temja sér hana. Fjallað verður um jafnrétti í tengslum við mismun kynjanna og samskipti, sjálfsmynd og sjálfsvitund. Unnið verður með samskipti, eigin hegðun og framkomu og hversu mikilvægt það er að geta átt ábyrg og farsæl samskipti við aðra.
Þekkingarviðmið
- jafnréttishugtakinu í víðum skilningi s.s út frá búsetu, kynþætti, fötlun, trúarbrögðum, aldri, kynhegðum ofl.
- hvað það þýðir að vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi og mikilvægi þess að vera þátttakandi í að skapa fordómalaust samfélag
- áhrifum jafnréttisbaráttunnar, stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi fyrr og nú
- kynlífi, barneignum, getnaðarvörnum, kynsjúkdómum og foreldrahlutverkinu
- mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér s.s. með almennri umhirðu líkamans, líkamsþjálfun, næringu og geðrækt
- áhrifum góðrar sjálfsmyndar á eigið geðheilbrigði
- sjálfum sér sem kynveru og ábyrgðinni sem því fylgir
Leikniviðmið
- lifa heilbrigðu lífi á eigin forsendum
- skilja eigin þarfir, muninn á réttu og röngu og geti tekið ákvarðanir í samræmi við það
- gagnrýnni hugsun og merkingu hennar fyrir einstaklinginn
- átta sig á að til eru mismunandi leiðir í samskiptum og samstarfi
Hæfnisviðmið
- beita gagnrýnni hugsun s.s. með læsi á ýmsa miðla; fjölmiðla, kvikmyndir, netsamfélög o.fl.
- eiga í félagslegum samskiptum og tala um tilfinningar sínar og reynslu
- átta sig á að allir eru misjafnir og það verður að virða hvern og einn fyrir það sem hann er/stendur fyrir