Fara í efni

HBFR1SS01(AV) - Heilbrigðisfræði með áherslu á sjálfsmynd og samskipti

Sjálfsmynd og samskipti

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Unnið er markvisst að því að nemandinn öðlist leikni við eflingu sjálfsmyndar og sjálfsvitundar. Unnið verður með samskipti, eigin hegðun og framkomu og hversu mikilvægt það er að geta átt ábyrg og farsæl samskipti við aðra.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og sjálfsvitundar
  • mikilvægi þess að vera sáttur við sjálfan sig
  • mismunandi leiðum í samskiptum og samstarfi
  • mikilvægi hollra lífshátta og hreyfingar fyrir sjálfsmyndina

Leikniviðmið

  • þekkja sjálfan sig
  • styrkja sjálfsmynd sína
  • eiga góð samskipti við mismunandi einstaklinga í mismunandi aðstæðum
  • fara eftir ráðleggingum um holla lífshætti, fæðuval og hreyfingu

Hæfnisviðmið

  • þekkja eigin sjálfsmynd og vera sáttur við hana
  • þekkja eigin líðan, einkenni vanlíðunar og geta leitað sér hjálpar
  • vera umburðarlyndur gagnvart mismunandi einstaklingum
  • lifa hollu og heilsusamlegu lífi með tilliti til mataræðis og hreyfingar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?