Fara í efni

ÍSLE1VF03(AV) - Íslenska með áherslu á velferð

Læsi, velferð og bókmenntir.

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem grunnþátturinn velferð verður hafður að leiðarljósi. Áhersla verður á velferð einstaklingsins í víðum skilningi og einnig verður samspil einstaklings, aðstæðna og umhverfis skoðað og rætt. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, íslenskar kvikmyndir og fjölbreytt verkefni. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi þess að nýta hæfileika sína
  • hugtakinu velferð
  • hvernig heilsa sögupersóna birtist í bókmenntum
  • hugtökum sem tengjast lýðheilsu og velferð
  • samkennd
  • mikilvægi þess að taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir

Leikniviðmið

  • vinna með öðrum
  • taka tillit til annarra
  • taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
  • sýna samkennd
  • meta og greina lýðheilsu og velferð í textum eða upplýsingum

Hæfnisviðmið

  • auka eigin hæfni og velferð
  • vera meðvitaður um styrkleika sína
  • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • tileinka sér jákvætt hugarfar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?