Fara í efni

ÍSLE1RJ03 - Íslenska með áherslu á jafnrétti í víðu samhengi

bókmenntir, læsi, ritun og jafnrétti

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Unnið verður með alla þætti íslenskunnar og grunnþátturinn jafnrétti verður hafður að leiðarljósi. Notaðar verða aldursmiðaðar bókmenntir sem gefa fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks. Fjölbreytt verkefni nýtt í kennslunni. Jafnréttishugtakið er skoðað í þeim tilgangi að leitast við að greina aðstæður sem leiða til mismununar og forréttinda. Hugtök sem unnið verður með eru til dæmis aldur, búseta, kyn, kynhneigð, menning, trúarbrögð, lífsskoðanir, menntun, minnihlutahópar og litarháttur. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.

Þekkingarviðmið

  • jafnrétti í víðu samhengi
  • fjölbreytileika mannlífsins
  • hugtakinu minnihlutahópur
  • að allir hafa hæfileika og þroskamöguleika
  • mikilvægi þess að eiga valmöguleika

Leikniviðmið

  • átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
  • að beita gagnrýnni hugsun
  • virða eigin skoðanir og annarra
  • taka þátt í umræðum

Hæfnisviðmið

  • skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu jafnrétti
  • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • átta sig á mikilvægi þess að hafa val
  • láta skoðanir sínar í ljós
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?